8.10.2007 | 08:17
Kaupréttur okkar!
Nú er búið að bakka með að 10 útvaldir fái kauprétt í Orkuveitunni hinni nýju. Menn telja að bolurinn muni sætta sig betur við að starfsfólk OR fái allt að kaupa bréf á góðu gengi. Ég telst víst vera hluti af bolnum þ.e. almenningi í þessu máli. Þar að auki er ég Reykvíkingur og hef greitt útsvar hér í bæ árum saman. Mér finnst því yfir höfuð bara ekkert eðlilegt að starfsmenn opinberra stofnana eða fyrirtækja fái einhvern rétt umfram eigendur (þ.e. almenning) og gildir þá einu hvort þessir starfsmenn séu 10 útvaldir eða 200 útvaldir. Starfsmenn opinberra fyrirtækja "eiga" ekkert fyrirtækin! Það er nefnilega málið! Og þessvegna er það í hæsta máta dómgreindarbrestur að láta sér detta það í hug að starfsmenn eigi einhvern rétt á að græða á fyrirtækjum í obinberri eign umfram sauðsvartan almúgan sem hefur byggt fyrirtækið upp með skattfé sínu. Í mínum huga sýnir þetta bara að við stjórn OR eru menn sem halda að þeir stýri einkafyrirtæki - lifa í draumi eins og í laginu forðum. Hvernig var það annars, fengu starfsmenn Vélamistöðvar borgarinnar forkaupsrétt á sérlega lágu gengi þegar því borgarfyrirtæki var breytt í hlutafélag og selt? Já pælum nú aðeins í því!
Átti að vaða yfir okkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.10.2007 | 08:13
Hvers vegna kaupréttur?
Nú er búið að bakka með að 10 útvaldir fái kauprétt í Orkuveitunni hinni nýju. Menn telja að bolurinn muni sætta sig betur við að starfsfólk OR fái allt að kaupa bréf á góðu gengi. Ég telst víst vera hluti af bolnum þ.e. almenningi í þessu máli. Þar að auki er ég Reykvíkingur og hef greitt útsvar hér í bæ árum saman. Mér finnst því yfir höfuð bara ekkert eðlilegt að starfsmenn opinberra stofnana eða fyrirtækja fái einhvern rétt umfram eigendur (þ.e. almenning) og gildir þá einu hvort þessir starfsmenn séu 10 útvaldir eða 200 útvaldir. Starfsmenn opinberra fyrirtækja "eiga" ekkert fyrirtækin! Það er nefnilega málið! Og þessvegna er það í hæsta máta dómgreindarbrestur að láta sér detta það í hug að starfsmenn eigi einhvern rétt á að græða á fyrirtækjum í obinberri eign umfram sauðsvartan almúgan sem hefur byggt fyrirtækið upp með skattfé sínu. Í mínum huga sýnir þetta bara að við stjórn OR eru menn sem halda að þeir stýri einkafyrirtæki - lifa í draumi eins og í laginu forðum. Hvernig var það annars, fengu starfsmenn Vélamistöðvar borgarinnar forkaupsrétt á sérlega lágu gengi þegar því borgarfyrirtæki var breytt í hlutafélag og selt? Já pælum nú aðeins í því!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2007 | 10:33
Fyrsta bloggfærsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)